RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt
RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt

Viðskipti

Nettó opnar á Iðavöllum
Í stað Kaskó kemur nú Nettó við Iðavelli.
Þriðjudagur 10. maí 2016 kl. 12:00

Nettó opnar á Iðavöllum

Ný Nettó verslun á Iðavöllum í Reykjanesbæ verður opnuð næstkomandi föstudag, 13. maí klukkan 12:00.
Þar var áður rekin Kaskóverslun. Nettó verslunin verður byggð upp í sama stíl og aðrar Nettó verslanir þar sem áhersla er lögð á lágt verð og mikið vöruval auk þess sem meira verður um eigin innflutning á vegum Nettó.

Í nýju Nettó versluninni verður sett upp úðunarkerfi í grænmetistorgi sem viðheldur lengur ferskleika ávaxta og grænmetis auk þess sem boðið verður upp á „bakað á staðnum“ sem notið hefur mikilla vinsælda í Nettó verslunum, enda lagt upp með mikil gæði, lágt verð og regluleg tilboð.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Að sögn Gunnars Egils Sigurðssonar, forstöðumanns verslunarsviðs Samkaupa, verður með breytingunum á Iðavöllum komið til móts við þarfir viðskiptavina og aukinn fjölda ferðamann sem leggja leið sína í Reykjanesbæ.

Í tilefni dagsins munu forsvarsmenn Samkaupa undirrita styrktarsamning við meistaraflokk kvenna í knattspyrnu í Keflavík, Golfklúbb Suðurnesja og Púttklúbb Suðurnesja.

Bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, opnar búðina formlega klukkan 12:00 og verður boðið upp á kaffi og köku.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025