Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Nettó í Grindavík fær andlitslyftingu
Þriðjudagur 11. janúar 2011 kl. 15:26

Nettó í Grindavík fær andlitslyftingu

Nettó verslunin í Grindavík verður enduropnuð í mars eftir gagngerar endurbætur og stækkun. Verslunin mun stækka um 150 fermetra að gólffleti og mun þannig verða rýmri, en núverandi verslun hefur sprengt af sér húsnæðið. Mikið verður einnig gert í að bæta
aðstöðu starfsfólks svo sem með nýjum kælum og frystum í bakrými, bættri aðstöðu undir sorplosun og bætingu á aðstöðu til að taka á móti vörum.

Helstu breytingar innan verslunarinnar eru þær að grænmetistorg verður stækkað og breytt og meðal annars verður sett upp úðunarkerfi til að viðhalda ferskleika lengur í borðum verslunarinnar.

Sett verður inn „bakað á staðnum“ og kröftug tilboð verða allar helgar og fjölbreytt og gott vöruval í boði. Kjötdeild mun stækka og breytast og verða rýmra um viðskiptavinin, það sama á einnig við kæla undir mjólk og mjólkurvörur.

Gangar verslunar verða breikkaðir til að auka þægindi og hillupláss eykst í verslun. Sérvara verður aukin og fær meira vægi í endurbættri verslun og meðal annars verður garn tekið í sölu ásamt því að rými undir leikföng verður aukið.

Ef áætlanir ganga eftir er stefnt að opnun aðra viku í mars.






Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024