Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Nesraf er nýr umboðsaðili Öryggismiðstöðvar Íslands á Suðurnesjum
Miðvikudagur 9. júní 2004 kl. 21:01

Nesraf er nýr umboðsaðili Öryggismiðstöðvar Íslands á Suðurnesjum

Nesraf-R.Ó. Hafnargötu 52 Keflavík, er nýr umboðsaðili Öryggismiðstöðvar Íslands á Suðurnesjum. Í því felst að fyrirtækið mun sjá um sölu, uppsetningu, viðhald og þjónustu á öryggiskerfum og myndavélabúnaði frá Öryggismiðstöð Íslands, einnig er Nesraf-RÓ með í sölu ýmsan búnað til öryggis og eldvarna.
Jón Ragnar Reynisson og Guðmundur Th. Ólafsson eru í forsvari fyrir umboðið og segja þeir að starfsemin miði að því að vernda fólk og eignir gegn vágestum og bruna. „Það er mikil eftirspurn eftir þessari þjónustu á svæðinu og eru viðskiptavinir fjölmargir nú þegar. Undanfarið hefur mikið verið beðið um öryggiskerfi í heimahús þar sem nú er í boði góð þráðlaus öryggiskerfi bæði til leigu og sölu á góðu verði.“
Þá vill Guðmundur benda nýjum og gömlum viðskiptavinum Öryggismiðstöðvarinnar sem og öðrum á símanúmer í verslun 421 3337 - 421 5206 og þjónustusíma sem eru  896 4324 Guðmundur og 897-9592 Jón Ragnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024