Námskeið í ritun umsókna
Heklan, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja og Vaxtarsamningur Suðurnesja bjóða sameiginlega upp á námskeið í ritun umsókna. Námskeið þetta ætti að nýtast þeim mjög vel sem hyggjast sækja um til Vaxtarsamnings, Menningarsamnings og/eða annarra sjóða.
Þetta er ca. tveggja tíma námskeið sem haldið verður þriðjudaginn 17. september kl. 17 í Eldey, Grænásbraut 506, Reykjanesbæ.
Leiðbeinandi er Kristinn Jón Ólafsson, master í nýsköpun og frumkvöðlafræðum frá Viðskiptaháskólanum Bl í Osló.
Námskeiðið er öllum opið og þátttakendum að kostnaðarlausu. Áhugasamir vinsamlega skráið ykkur á námskeiðið á netfangið [email protected]