Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Föstudagur 13. ágúst 1999 kl. 12:16

NÆSTA ÚTBOÐ OPIÐ OG SAMKAUP Á VERÐBRÉFAÞING

Hlutafjárútboði Samkaupa hf. lauk föstudaginn 30.júlí. Til boða voru 25 m.kr. að nafnvirði á genginu 2 eða 50 m.kr. að kaupverði. Alls skrifuðu 308 manns sig fyrir hlut í fyrirtækinu og er það góður árangur þegar haft er í huga að einungis félagsmenn Kaupfélagsins höðu rétt til að skrá sig fyrir hlut í félaginu. Áskriftin var 26.719.500 kr. að nafnvirði og því umframáskrift upp á 1.719.500 kr. og var flatri skerðingu beitt til að ná áskriftinni niður í 25 m.kr. Markmið með hlutabréfaútboði félagsins var að tryggja dreifða eignaraðild félagsmanna Kaupfélags Suðurnesja að Samkaupum hf. Stefnt er að því að skrá félagið á almennan markað innan árs. Allar hömlur með viðskipti á bréfum félagsins hafa nú verið felldar úr gildi og er framsal á bréfunum nú frjálst. Samkaup hf. ætla að sækja um staðfestingu Ríkisskattstjóra fyrir árið 1999 á því að einstaklingar geti dregið kaupverð hlutabréfanna frá tekjuskattstofni. Greiðsluseðlar vegna útboðsins hafa verið sendir kaupendum og ættu að berast þeim á næstu dögum. Síðasti greiðsludagur er föstudagurinn 20.ágúst. Guðjón Stefánsson hjá Samkaup hf. hafði þetta að segju um viðbrögð félagsmanna við útboðinu. "Ég vil lýsa ánægju minni með útboðið og góða þáttöku félagsmanna í því. Ég er sannfærður um að þeir félagsmenn sem nýttu sér þetta tækifæri,gerðu góð kaup enda var það alltaf meiningin að svo yrði. Næsta útboð verður verður opið, þannig að hver sem er geti keypt. Reiknað er með því að það verði fyrri hluta næsta árs. Eftir það verður svo óskað eftir skráningu félagsins á Verðbréfaþingi", sagði Guðjón Stefánsson, kaupfélagsstjóri.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024