Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

N1 notar lífdíselolíu frá Íslensku eldsneyti
Ljósmynd af vef Íslensks eldsneytis, eldsneyti.is
Föstudagur 12. febrúar 2016 kl. 16:15

N1 notar lífdíselolíu frá Íslensku eldsneyti

Fyrirtækið Íslenskt eldsneyti í Reykjanesbæ hefur samið við N1 um viðskipti með vistvæna lífdíselolíu. Frá þessu var greint í Morgunblaðinu í gær. Íslenskt eldsneyti var stofnað árið 2013 og framleiðir árlega um 1,2 milljón lítra af vistvænu eldsneyti. Á næsta ári er stefnt að því að framleiða 2,5 milljónir lítra.

Lífdíselolían verður notuð hjá N1 til íblöndunar í hefðbundna díselolíu. Hingað til hefur N1 nær eingöngu notast við innflutta lífdíselolíu. Framleiðsla Islensks eldsneytis mun þó ekki duga N1 sem mun áfram notast við innflutt íblöndunarefni að hluta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024