Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Múrbúðin opnar í Reykjanesbæ
Miðvikudagur 23. maí 2007 kl. 18:05

Múrbúðin opnar í Reykjanesbæ

Múrbúðin mun senn bætast í flóru byggingavöruverslana á Suðurnesjum á næsta ári þegar þeir opna verslun á nýja svæðinu í Helguvík.
Baldur Björnsson leit við hjá Árna Sigfússyni, bæjarstjóra, í dag og kynnti fyrir honum áætlanir Múrbúðarinnar.

Baldur sagði í samtali við Víkurfréttir að hann hlakkaði til að koma í bæinn. „Hér er vel tekið á móti manni. Við fundum fyrir miklum áhuga og vorum hvattir til að koma.“
Væntanleg búð verður að Fuglavík 18 og verður um 1600 fermetrar. Það hefur verið vindasamt á byggingarvörumarkaðnum hér á landi undanfarið og ef fram fer sem horfir mun eflaust blása hressilega á markaðnum hér á Suðurnesjum.

Nánar verður rætt við Baldur í Víkurfréttum í næstu viku.

 

Mynd/Þorgils: Baldur Björnsson, eigandi Múrbúðarinnar, leit við hjá Árna Sigfússyni, bæjarstjóra í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024