MÖGULEIKAR Á BYGGINGU PÓLÝÓLVERKSMIÐJU KANNAÐIR
Í Fréttaveitunni, fréttablaði Hitaveitur Suðurnesja, er vakin athygli á Ískem ehf. sem H.S. á hlutafé í. Ískem ehf. kannar þessa dagana möguleika á því að reisa pólýólverksmiðju hérlendis. Pólýól er í raun samheiti þriggja plastefna, ethylen glycol, propylen glycol og glycerin og er unnið úr þeim hluta sykureyrs sem ekki nýtist til sykurgerðar. Pólýól er notað við framleiðslu matvæla, lyfja og snyrtivara. Árangur tilraunaverksmiðjunnar í Suður-Afríku skiptir sköpum í þróun nýrrar framleiðsluaðferðar og fyrirhugað er að reisa verksmiðjur í Suður-Afríku, suðurríkjum Bandaríkjanna og á Íslandi gangi tilraunin upp. Þetta mun vera orkufrekur iðnaður og Suðurnesin talin vænlegur kostur hérlendis að sögn fréttablaðs H.S.