Mjöll gerir stóran sölusamning við Keflavíkurverktaka
Stjórnendur Mjallar hf. og Keflavíkurverktaka hf. rituðu í dag undir samstarfssamning sem kveður á um kaup Keflavíkurverktaka á öllum hreinsiefnum og stoðvörum sem notaðar eru í þrifum hjá fyrirtækinu. Einnig tekur samningurinn til kaupa Keflavíkurverktaka á ráðgjafar- og sérfræðiþjónustu af Mjöll.Samstarfssamningur Mjallar og Keflavíkurverktaka tekur til fjölmargra tegunda hreinsi- og þrifefna sem Mjöll framleiðir í verksmiðju sinni á Akureyri og er gert ráð fyrir að Mjöll þrói ný hreinsiefni í samvinnu við Keflavíkurverktaka ef þess gerist þörf. Andvirði samningsins er á annað hundrað milljónir króna.
Mjöll hf. mun láta Keflavíkurverktökum í té sérfræðiþjónustu varðandi gerð þrifalýsinga og munu sérfræðingar Mjallar veita ráðgjöf um val á hreinsiefnum, áhöldum og tækjabúnaði til þrifa.
Samningur við Varnarliðið
Keflavíkurverktakar hf. gerðu nýverið fimm ára samning við Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli um þrif á bróðurparti húseigna Varnarliðsins. Samningurinn tók gildi þann 1. október sl. Í framhaldi af þessum samningi leituðu Keflavíkurverktakar samninga við Mjöll um kaup á hreinlætisefnum. Róbert Trausti lýsir ánægju með samninginn við Mjöll. “Það er sérstaklega ánængjulegt að geta átt viðskipti við íslenskt framleiðslufyrirtæki og okkur líst mjög á þá vörulínu sem Mjöll býður upp á,” segir Róbert Trausti Árnason.
Mikilvægur samningur fyrir Mjöll
Mjöll hf. varð til sl. sumar við samruna þriggja fyrirtækja á hreinlætisvörumarkaði; Mjallar, hreinlætisvörudeildar Sjafnar og Sáms. Mjöll hefur bæði starfsstöðvar á Akureyri, þar sem öll framleiðsla fyrirtækisins er, og í Reykjavík.
Frá því þessir fjórir hreinlætisvöruframleiðendur voru sameinaðir undir nafni Mjallar hefur stærstur hluti af framleiðslu fyrirtækisins færst norður til Akureyrar.
Baldur Guðnason, framkvæmdastjóri Mjallar hf., segir að samningurinn við Keflavíkurverktaka skipti fyrirtækið miklu máli. “Samningurinn þýðir að við erum að selja stórum viðskiptavini efni, ráðgjöf og þjónustu og við sjáum hann sem fyrsta skref í samstarfi við Keflavíkurverktaka,” sagði Baldur.
Nánari upplýsingar veita: Baldur Guðnason í síma 863 4666 og
Róbert Trausti Árnason í síma 695 6400
Fréttatilkynning frá Mjöll hf. og Keflavíkurverktökum hf.
Miðvikudaginn 10. október 2001
Mjöll hf. mun láta Keflavíkurverktökum í té sérfræðiþjónustu varðandi gerð þrifalýsinga og munu sérfræðingar Mjallar veita ráðgjöf um val á hreinsiefnum, áhöldum og tækjabúnaði til þrifa.
Samningur við Varnarliðið
Keflavíkurverktakar hf. gerðu nýverið fimm ára samning við Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli um þrif á bróðurparti húseigna Varnarliðsins. Samningurinn tók gildi þann 1. október sl. Í framhaldi af þessum samningi leituðu Keflavíkurverktakar samninga við Mjöll um kaup á hreinlætisefnum. Róbert Trausti lýsir ánægju með samninginn við Mjöll. “Það er sérstaklega ánængjulegt að geta átt viðskipti við íslenskt framleiðslufyrirtæki og okkur líst mjög á þá vörulínu sem Mjöll býður upp á,” segir Róbert Trausti Árnason.
Mikilvægur samningur fyrir Mjöll
Mjöll hf. varð til sl. sumar við samruna þriggja fyrirtækja á hreinlætisvörumarkaði; Mjallar, hreinlætisvörudeildar Sjafnar og Sáms. Mjöll hefur bæði starfsstöðvar á Akureyri, þar sem öll framleiðsla fyrirtækisins er, og í Reykjavík.
Frá því þessir fjórir hreinlætisvöruframleiðendur voru sameinaðir undir nafni Mjallar hefur stærstur hluti af framleiðslu fyrirtækisins færst norður til Akureyrar.
Baldur Guðnason, framkvæmdastjóri Mjallar hf., segir að samningurinn við Keflavíkurverktaka skipti fyrirtækið miklu máli. “Samningurinn þýðir að við erum að selja stórum viðskiptavini efni, ráðgjöf og þjónustu og við sjáum hann sem fyrsta skref í samstarfi við Keflavíkurverktaka,” sagði Baldur.
Nánari upplýsingar veita: Baldur Guðnason í síma 863 4666 og
Róbert Trausti Árnason í síma 695 6400
Fréttatilkynning frá Mjöll hf. og Keflavíkurverktökum hf.
Miðvikudaginn 10. október 2001