Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Föstudagur 23. ágúst 2002 kl. 10:39

Minni hagnaður hjá Sparisjóðnum

Hagnaður Sparisjóðsins í Keflavík fyrstu sex mánuði ársins nam 75,7 m.kr. króna fyrir skatta og óreglulega liði samanborið við 114,1 m.kr. á sama tímabili árið 2001. Að teknu tilliti til skatta var hagnaðurinn 64,6 m.kr. samanborið við 81,8 m.kr. á sama tíma árið 2001.Vaxtatekjur Sparisjóðsins námu á 1.016,2 m.kr. og vaxtagjöld 639,8 m.kr. Hreinar vaxtatekjur námu því 376,3 m.kr. samanborið við 332,6 m.kr. á sama tíma árið 2001. Er þetta aukning upp á 43,7 m.kr. eða 13,2%. Aðrar rekstrartekjur voru 119,7 m.kr. á árinu á móti 133,5 á sama tíma árið 2001.

Önnur rekstarargjöld námu alls 352,6 m.kr. og jukust um 17,9% frá fyrra ári.

Framlag í afskriftareikning útlána var 67,7 m.kr. en var 52,9 m.kr. á sama tíma árið 2001

Heildarinnlán í ásamt lántöku námu um 12.596,6 m.kr. Þannig jukust innlán um 671 m.kr. eða um 5,6%.

Útlán Sparisjóðsins ásamt markaðsskuldabréfum námu 14.786,8 m.kr. og höfðu aukist um 803,9 m.kr. eða um 5,8%.

Í júnílok var niðurstöðutala efnahagsreiknings 17.828,2 m.kr. og hafði hún hækkað á árinu um 889,9 m.kr. eða 5,25%. Eigið fé Sparisjóðsins nam 1.746,3 m.kr. og er eiginfjárhlutfall Sparisjóðsins samkvæmt CAD-reglum er 9,23% en má lægst vera 8%. Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 7,4%


Sparisjóðurinn í Keflavík rekur fimm afgreiðslur sem starfræktar eru í Keflavík, Njarðvík, Garði, Grindavík og Vogum en höfuðstöðvar Sparisjóðsins eru í Keflavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024