Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Milljónasti farþegi Icelandair
Fimmtudagur 25. ágúst 2005 kl. 18:18

Milljónasti farþegi Icelandair

Farþegafjöldi Icelandair stefnir í metfjölda í ár. Í dag var Jóhanna Einarsdóttir, farþegi til San Francisco, milljónasti farþegi Icelandair á árinu.  Í tilefni af því tóku Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, og Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair, sérstaklega á móti Jónu eftir að hún innritaði sig í flug og buðu henni að ferðast á Saga Class farrými og gáfu henni ferð til Evrópu fyrir tvo á einhvern af 15 áfangastöðum Icelandair þar,
 

Jón Karl Ólafsson sagði þetta vera mjög ánægjulegt tilefni þar sem að þetta hafi aldrei áður gerst svona snemma árs og því sé ljóst stefni í metfarþegafjölda yfir árið. ”Þessi fjöldi samsvarar ríflega þreföldum íbúafjölda Íslands. Í júlí flutti félagið rúmlega 214 þúsund manns eða um 7000 farþega á dag.  Í ár höfum við aukið sætaframboðið um 20% en sætanýtingin er samt sem áður betri en í fyrra sem endurspeglar frábæran árangur hjá starfsfólki Icelandair.” sagði Jón Karl.

VF-mynd: Atli Már Gylfasson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024