Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Mánudagur 28. janúar 2002 kl. 14:38

Miklir möguleikar í framtíðaruppbyggingu Bláa lónsins

Lánasamningur vegna uppbyggingar við Bláa lónið var undirritaður föstudaginn 25. janúar. Lánið er sambankalán og standa Sparisjóðabankinn og Kaupþing að láninu auk Sparisjóðsins í Keflavík. Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík, flutti stutt erindi við þetta tækifæri og í máli hans kom fram að það hefði verið sérstaklega ánægjulegt fyrir Sparisjóðinn i Keflavík að vera í forsvari fyrir lánasamninginn þar sem miklir möguleikar eru fyrir hendi varðandi framtíðaruppbyggingu við Bláa lónið. “Bláa lónið er mikilvægt atvinnuuppbyggingu á Reykjanesi og með samningnum styður Sparisjóðurinn í Keflavík við öflugan rekstur og atvinnuuppbyggingu á svæðinu,” sagði Geirmundur.

Sparisjóðurinn í Keflavík er viðskiptabanki Bláa Lónsins hf og veitir hann fyrirtækinu alhliða fjármálaþjónustu og hefur stutt við uppbyggingu við heilsulindina Bláa lónið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024