Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Fimmtudagur 6. desember 2001 kl. 09:19

Miklar framkvæmdir hjá Suðurnesjamönnum

Nýr verslunarstjóri og aðstoðarverslunarstjóri tóku við í Byko 5. október sl. Verslunarstjórinn heitir Ólafur Eyþór Ólason og nýr í Vogunum en eiginkona hans er Jóhanna Reynisdóttir. Ólafur er er menntaður í markaðs- og útflutningsfræðum frá endurmenntunardeild HÍ auk þess sem hann er múrarameistari
Páll Fanndal er aðstoðarverslunarstjóri Byko, Suðurnes en hann er Siglfirðingur í húð og hár en var fluttur til Keflavíkur af eiginkonu sinni, Ingibjörgu Kristjánsdóttur eins og hann segir sjálfur. Páll er vélsmiður að mennt.
Þeir Ólafur og Páll segja að búið sé að vera nóg að gera síðan þeir tóku við og er jólaversluninn kominn á fullan skrið og virðast Suðurnesjamenn ætla að versla í heimabyggð þessi jól. „Suðurnesjamenn eru greinilega í miklum framkvæmdahug fyrir jólin, allavega rennur út parket, flísar og málning enda mörg góð tilboð í gangi“, segir Páll.
Ólafur og Páll vilja þakka Suðurnesjamönnum og starfsfólki Byko fyrir góðar móttökur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024