Mikilvægt að hafa gott starfsfólk og trygga viðskiptavini
– segir Brynjólfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Verkfræðistofu Suðurnesja en hún hefur verið „Framúrskarandi fyrirtæki“ frá upphafi„Maður þarf að vera hógvær í rekstri og passasamur en mestu skiptir auðvitað að hafa gott starfsfólk og trygga viðskiptavini. Þannig náum við góðum árangri,“ segir Brynjólfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Verkfræðistofu Suðurnesja, en fyrirtækið er eina fyrirtækið á Suðurnesjum sem hefur verið „Framúrskarandi“ frá því sá gæðastimpill var tekin upp hjá Creditinfo. Verkfræðistofan er eitt af elstu fyrirtækjum á Suðurnesjum og fagnaði fjörutíu ára afmæli á síðasta ári sem jafnframt var erfitt að sögn Brynjólfs. Starfsmenn eru átján og allt Suðurnesjamenn. „Jú, það var áskorun eftir að heimsfaraldur skall á þeim þunga sem hann var í fyrra. Það fækkaði aðeins hjá okkur en við erum komin í sama fjölda starfsmanna aftur og útlitið er bjart. Við fengum stórt verkefni eftir útboð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og þar eru sex til átta manns í fullu starfi í tvö ár.
„Maður þarf að vera hógvær í rekstri og passasamur en mestu skiptir auðvitað að hafa gott starfsfólk og trygga viðskiptavini. Þannig náum við góðum árangri,“ segir Brynjólfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Verkfræðistofu Suðurnesja, en fyrirtækið er eina fyrirtækið á Suðurnesjum sem hefur verið „Framúrskarandi“ frá því sá gæðastimpill var tekin upp hjá Creditinfo.
Verkfræðistofan er eitt af elstu fyrirtækjum á Suðurnesjum og fagnaði fjörutíu ára afmæli á síðasta ári sem jafnframt var erfitt að sögn Brynjólfs. Starfsmenn eru átján og allt Suðurnesjamenn.
„Jú, það var áskorun eftir að
heimsfaraldur skall á þeim þunga sem hann var í fyrra. Það fækkaði aðeins hjá okkur en við erum komin í sama fjölda starfsmanna aftur og útlitið er bjart. Við fengum stórt verkefni eftir útboð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og þar eru sex til átta manns í fullu starfi í tvö ár. Svo það segir sína sögu um mikilvægi þess að ná svona stórum verkum. Við höfum einnig unnið mikið fyrir Icelandair í gegnum tíðina og nú er það félag að sækja fram aftur með meiri þunga. Við finnum fyrir miklum áhuga margra aðila á Suðurnesjasvæðinu og vonum að þessi mál varðandi Suðurnesjalínu 2 fari að leysast því mörg þeirra tengjast henni,“ segir Brynjólfur.
Starfsfólk Verkfræðistofu Suðurnesja á 40 ára afmælisári hennar 2020.