Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Föstudagur 7. september 2001 kl. 09:35

Mikill uppgangur í Tölvuskóla Suðurnesja

Tölvuskóli Suðurnesja er loksins kominn í nýtt húsnæði eftir mikið flakk á undanförnum árum. Skólinn var fyrst á Hafnargötu 35, síðan Hafnargötu 34 en er nú kominn á Hafnargötu, fyrir ofan 10-11. Í nýja húsnæðinu sameinast Tölvuskóli Suðurnesja og teikni- og ljósritunarstofan Aðstoð.

Að sögn Sigurðar Friðrikssonar, eiganda hefur verið mikil uppsveifla í Tölvuskólanum síðustu tvö ár. Kennt er í skólanum frá kl. 9-23 á daginn en samtals eru 8 kennarar við skólann sem kenna 13-30 kennslustundir á viku. „Við erum í mikill samkeppni við Hafnarfjarðar og Reykjavíkursvæðið og það heldur manni við efnið“, segir Sigurður. Í september hefja um 160 nemendur nám við skólan í námskeiðum sem eru frá 30 stundum og upp í 200 stundir auk þess sem Varnarliðið býður starfsmönnum sínum upp á kennslu á ensku og íslensku, starfsmenn Flugleiða og Svæðisvinnumiðlunar Suðurnesja fá einnig kennslu. Námskeið í Tölvuskólans er mörg og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi hvort sem menn eru byrjendur, vilji læra kerfisfræði, skrifstofu og bókhaldsnám eða vefsíðugerð. Tölvuskóli Suðurnesja býður upp á einn besta aðbúnað til tölvukennslu á landinu en þeir nota sk. Smart board sem er eina sinnar tegundar á Íslandi en er notað til tölvukennslu víðsvegar um Evrópu. Kennarar skólans eru reyndir á sínu sviði en Sigurður hefur sjálfur stundað kennslu í 20 ár auk þess sem hann hefur gengt stöðu skólastjóra. Skólinn er lítið einkahlutafélag í eigu Sigurðar, Ragnars sonar hans og Iðu Brá Vilhjálmsdóttur. Aðgengi að skólanum er mjög gott og er aðgengi fatlaðra til fyrirmyndar.
Aðstoð býður upp á stafræna prentun bæklinga og ljósritun í svörtu/hvítu og lit auk þess sem fyrirtækið annast alla teikningaþjónustu, útprentun á teikningum og ljósritun.
Nk. laugardag gefst gestum kostur á að heimsækja skólann og líta á aðstöðuna en skólinn verður opinn frá kl. 14-16 á laugardag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024