Mikill erill hjá Omnis
Verslunin Omnis opnaði við Tjarnargötu í Reykjanesbæ fyrir skemmstu en þar fara eigendur tölvuverslunarinnar Samhæfni sem var áður til húsa á Hringbraut, en þeir keyptu rekstur Rafeindatækni.
Omnis er með mikið úrval af tölvu- og raftækjum og er með ýmiskonar opnunartilboð í gangi fyrstu vikuna í desember. Björn Ingi Pálsson, einn eigenda Omnis, sagði í samtali við Víkurfréttir að hann hafi verið afar ánægður með viðtökurnar.
VF-mynd/Þorgils – Björn Ingi Pálsson og Birgir Möller í verslun Omnis.