Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Mikil fjölgun farþega hjá Icelandair
Miðvikudagur 14. apríl 2004 kl. 16:47

Mikil fjölgun farþega hjá Icelandair

Farþegum í áætlunarflugi Icelandair fjölgaði um 16,4% í mars. Þeir voru tæp 87 þúsund í mars í ár, en tæplega 75 þúsund í mars í fyrra. Farþegum til og frá Íslandi fjölgaði um 8,3%, en farþegum félagsins á leið yfir Norður-Atlantshafið með viðkomu á Íslandi fjölgaði um 32,2%. Sætanýting var 9,2 prósentustigum betri í mars í ár en í fyrra. Framboðið var 5,1% meira en í mars 2003, en seldir sætiskílómetrar voru 21% fleiri.

Í tilkynningu frá Flugleiðum hf., móðurfélagi Icelandair, kemur fram að frá áramótum eru farþegar Icelandair 15,2% fleiri en á fyrstu þremur mánuðum síðasta árs. Þar munar mest um 34,5% fjölgun farþega yfir Atlantshaf á leið um Ísland, en farþegum til og frá Íslandi hefur fjölgað um 6,2%. Sætanýting félagsins hefur aukist um 6,0 prósentustig, framboð var 7,9% meira en á síðasta ári, en salan 19,4% meiri.

Einnig kemur fram í tilkynningunni að farþegum Flugfélags Íslands í innanlandsflugi fjölgaði um 7,5% í mars. Sætanýting félagsins var 0,9 prósentustigum minni í ár en í mars 2003 vegna aukins framboðs nú. Frá áramótum hefur farþegum innanlands fjölgað um 16,4% miðað við sama tímabil 2003.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024