MIKIL ÁSÓKN Í SÓLARFERÐIR!
Ferðaskrifstofurnar kynntu sumarferðirnar um þar síðustu helgi. Við kynntum okkur hvað er í boði og hvert Suðurnesjamenn ætla að halda í sumar.Samvinnuferðir-Landsýn„Mikil viðbrögð og gríðarlega margar bókanir þar síðasta sunnudag. Við höldum tryggð við vinsælustu staðina undanfarin ár Mallorca og Benidorm en höfum aukið gistimöguleikana og bjóðum nú upp á 7 gististaði á hvorum stað. Albír, rétt hjá Benidorm, hefur vakið mikla athygli og Rimini á Ítalíu hefur náð hylli og fljúgum við þangað vikulega“ sagði Egill Ólafsson hjá Samvinnuferðum-Landsýn. Flugleiðir„Hér hefur verið mikið gera og augljóslega betri viðbrögð hjá Suðurnesjamönnum nú en á síðasta ári. Helstu áfangastaðirnir í Evrópu eru Frankfurt, París og Barcelona. Við leggjum nokkra áherslu á „Flug og bíl“ í Frankfurt auk þess sem flogið verður á hverjum degi til Parísar. Annars eru vinsælustu ferðirnar vestur og Florida nýtur geysilegra vinsælda hjá Suðurnesjamönnum. Orlando og St. Petersburg standa fyrir sínu en Sarasota er í tísku núna auk þess sem Miami Beach er að slá í gegn hjá unga fólkinu. Fólk virðist hafa meiri peninga á milli handana og að styttri greiðslutími en oft áður sem ber rúmari fjárhag vitni sem er ánægjulegt“ sagði Guðrún Pétursdóttir þjónustustjóri söludeildar Flugleiða í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.Úrval ÚtsýnVigdís Ársælsdóttir hjá Úrval-Útsýn sagði Suðurnesjamenn hafa sýnt rosaleg viðbrögð og bókanir fjölmargar. „Portúgal og Mallorca virðast í mestum metum auk þess sem siglingaferðir í Karabíska hafinu séu nú mjög vinsælar. Við bjóðum upp á nýjan gististað, Cala Millor, á austurströnd Mallorca en þar er allt nýtt og af hæsta gæðaflokki. Vinsælasti staðurinn í sumar virðist ætla að verða Playa del Palma og nú þegar eru ákveðnar dagsetningar fullbókaðar. Við hér hjá Úrval-Útsýn eru mjög ánægð með í hve miklum mæli Suðurnesja menn sækja þjónustuna heim.“Heimsferðir„Viðbrögðin eru engu lagi lík. Það var gott í fyrra en nú virðist eiga að slá öll met.“ sagði Margrét Ágústsdóttir hjá Heimsferðum. „Costa del Sol og Benidorm virðast vinsælustu áfangastaðirnir að þessu sinni og Picasso hótelið á Benidorm virðist ætla að hitta í mark þó fleiri pantanir séu til Costa del Sol. Venjan er að sólarlandaferðirnar fara alltaf út fyrst en fólk er hreinlega ótrúlega fljótt að panta sér ferðir að þessu sinni.“ Viðtöl: Jóhannes KristbjörnssonMyndir: Sumarbæklingarnir 1999