Mikil aðsókn á Toyota bílasýningu
Minnti á gömlu góðu dagana - segir Ævar Ingólfsson í Toyota
„Það var brjáluð traffík, virkilega skemmtilegt. Minnir mann á gömlu góðu dagana þegar við fengum nær alltaf mikinn fjölda á bílasýningar,“ sagði Ævar Ingólfsson, bílasali í Toyota Reykjanesbæ eftir fyrstu bílasýningu ársins.
Efnt var til stórsýningar í tilefni 50 ára afmæli Toyota á Íslandi. Starfsmenn Toyota í Reykjanesbæ sögðu að traffíkin á bílasýningunni hefði jafnvel minnt á fjörið í góðærinu. Allar gerðir Toyota voru til sýnis í salnum á Fitjum en vakin var sérstök athygli á hinum sívinsæla Landcruiser jeppa en einnig voru margir sem skoðuðu aðra fjórhjólabíla eins og jepplinginn RAV4 og Hilux.
Ævar sagði að bílasala hafi aukist á undanförnum tveimur árum en fljótlega eftir bankahrun seldust ekki margir nýir bílar. Allt stefndi í að bílasala yrði mjög góð á nýbyrjuðu ári. Aðsókn á bílasýninguna hefði vissulega sýnt það.
Það var spáð og spekúlerað í nýjum bílum af öllum stærðum og gerðum.
Landcruiser hefur verið afar vinsæll á Suðurnesjum en einnig RAF4 eins og sjá má hér að neðan.