Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Mánudagur 26. febrúar 2001 kl. 15:30

Methagnaður hjá Bakkavör á síðasta ári

Hagnaður Bakkavarar Group nam 172 milljónum króna eftir skatta árið 2000 samanborið við 15 millj. kr. fyrir skatta en var 183 millj. kr. árið áður og jókst því um 35% á milli ára. Í tilkynningu félagsins kemur fram að þetta sé langbesta afkoma frá upphafi. Hagnaður eykst um 10% milli ára
Rekstrartekjur félagsins jukust um 59% og fóru úr 2.104 millj. kr. í 3.352 millj. kr. Veltufé frá rekstri jókst úr 150 millj. kr. 1999 í 375 millj. kr. á síðasta ári eða um 148%. Hagnaður félagsins fyrir fjármagnsliði eykst um 93% og fór úr 186 millj. kr. í 359 millj. kr. Fjármagnsgjöld jukust úr 4 millj.kr. árið 1999 í 113 millj. kr. en gjaldfærðar voru 57 millj. kr. vegna veikingar krónunnar. Skattar ársins nema 74 millj. kr. á móti 26 millj. kr. árið áður og verður því niðurstaða rekstrarreiknings 172 millj. kr. eftir skatta samanborið við 157 millj. kr. árið áður sem er um 10% aukning. Áhrif sölu fastafjármuna og hlutabréfa á rekstur félagsins var innan við 1 millj. kr. á árinu 2000.
Í tilkynningu félagsins segir að efnahagsreikningur félagsins hafi tekið verulegum breytingum á árinu og jukust heildareignir úr 2.808 millj. kr. í 5.290 millj. kr. Eigið fé jókst úr 801 millj. kr. í 1.255 millj. en eiginfjárhlutfall lækkaði úr 28,5% í 23,8% í lok síðasta árs. Arðsemi eigin fjár var rúm 18% á árinu 2000 og veltufjárhlutfallið var 1,10.

Fjögur ný fyrirtæki
Á árinu keypti Bakkavör Group 42% hlut í sjávarútvegsfyrirtækinu Pesquera Isla Del Rey í Chile en það félag sérhæfir sig í veiðum og vinnslu á kóngakrabba. Segir félagið að kaupin hafi styrkt verulega samkeppnishæfni Bakkavarar Group á evrópskum mörkuðum.
Þá keypti félagið 75% hlut í sölu- og dreifingarfyrirtæki í Póllandi, Bakkavör Polska en það félag selur og dreifir ferskum, unnum sjávarafurðum í Póllandi þar á meðal framleiðsluafurðum Bakkavör Ísland og Bakkavör Sweden.
Bakkavör Group keypti einnig breska matvælafyrirtækið Wine & Dine Plc. á árinu, en það félag framleiðir ýmsar tegundir af sósum s.s. salatsósur.
Bakkavör Group stofnaði dótturfélag í Þýskalandi á árinu, Bakkavör Germany og opnaði skrifstofu í Hamborg. Tilgangurinn með stofnun félagsins er að selja og dreifa framleiðsluafurðum Bakkavör Group í Þýskalandi.
Aðalfundur Bakkavör Group verður haldin miðvikudaginn 7. mars n.k. en fyrir fundinum munu liggja tillögur um heimild til hlutafjáraukningar um allt að 200 milljónir króna að nafnverði og aðgreiddur verði 20% arður vegna ársins 2000.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024