Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Metár hjá Bláa lóninu
Mánudagur 12. febrúar 2007 kl. 09:31

Metár hjá Bláa lóninu

Síðasta ár var metár hjá Bláa lóninu í Svartsengi. Gestir voru samtals 384.000 talsins á árinu 2006 á móti 350.000 gestum árið áður og jókst gestafjölinn því um 34.000 gesti á milli ára.

Nú er unnið að miklum breytingum á húsnæði og aðstöðu Bláa lónsins og á þeim framkvæmdum að ljúka í sumar. Magnea Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Bláa lónsins, segir breytingarnar ekki vera gerðar til að fjölga gestum, heldur að auka þægindi þeirra og gera upplifunina í Bláa lóninu eftirminnilegri og að gestir njóti þess sem Bláa lónið hefur upp á að bjóða.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024