Viðskipti

Metanframleiðsla á Reykjanesi
Föstudagur 27. október 2023 kl. 06:03

Metanframleiðsla á Reykjanesi

Nordur PTX Reykjanes áformar að reisa 56 MW verksmiðju á Reykjanesi við hlið Reykjanesvirkjunar í auðlindagarði HS Orku. Í verksmiðjunni verður koldíoxíð sem fengið er úr afgasi jarðvarmavirkjunar HS Orku í Svartsengi, ásamt vetni sem er framleitt úr vatni með rafgreiningu, notað til að framleiða metan til eldsneytisnotkunar í Evrópu. Sem hluti af framkvæmdinni er skoðað að leggja gaslögn frá Svartsengi að verksmiðjunni.

Skipulagsstofnun hefur óskað umsagnar um framkvæmdina er unnið er að mati á umhvefisáhrifum. Reykjanesbær gerir ekki athugasemd við niðurstöðu umhverfismats. Helstu neikvæðu áhrifin eru á ásýnd lands og jarðmyndanir en að mestu innan lóðar. Til þess ber að líta að áhrifin eru innan svæðis með skilgreindri landnotkun sem iðnaðarsvæði.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024