Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Meistarahús kaupa einingar í 64 íbúðir frá EGS
Föstudagur 10. júní 2005 kl. 20:02

Meistarahús kaupa einingar í 64 íbúðir frá EGS

Meistarahús og EGS einingar ehf. skrifuðu í gær undir samning um kaup Meistarahúsa á steypueiningum í 64 íbúðir við Stekkjarbraut og Akurbraut í Innri-Njarðvík.

Um er að ræða samning í námunda við 150 milljónir, en EGS hefur nýlega reist verksmiðju til að framleiða einingarnar þar sem um 20 manns vinna og er ráðgert að stækka verksmiðjuna síðar á árinu. Mikil aukning hefur verið á því að nota einingarnar við húsabyggingar og umsvif fyrirtækisins munu aukast jafnt og þétt ef mið er tekið af núverandi eftirspurn.

Auk einingaframleiðslunnar er EGS með verktakafyrirtækið SEES, steypustöðina Steypuna og Malbikunarstöð Suðurnesja á sínum snærum og er starfsmannafjöldi þar nú um 60 og er búist við enn meiri fjölgun á næstu mánuðum.

VF-myndir/Þorgils, 1: Einar Guðberg framkvæmdastjóri Meistarahúsa handsalar samninginn við Svavar Einarsson frá EGS. 2: Einingahús við Akurbraut í Innri-Njarðvík

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024