Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Föstudagur 20. júlí 2001 kl. 10:27

Meiri þjónusta við farþega

Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf er nýtt hlutafélag sem hefur umsjón með þjónustu við farþega á leið til og frá Íslandi. Félagið rekur þrjár fríhafnarverslanir sem selja tollfrjálsan varning. Flugstöðvar um allan heim eru óðum að breytast í afþreyingar- og verslunarmiðstöðvar. Blaðamaður vf kynnti sér þjónustuna sem í boði er í flugstöðinni.

Verslanir
Á fríhafnarsvæðinu hefur verslunum fjölgað mjög, F.L.E rekur nú þrjár fríhafnarverslanir, tvær í norður-byggingu stöðvarinnar og 1 í suðurbyggingu sem ætluð er farþegum frá löndum sem ekki eru aðilar að Schengen-sáttmálanum. Fleiri aðilar eru með aðstöðu á fríhafnarsvæðinu og má þar nefna Leonard sem selur úr og skartgripi, Íslandica sem sérhæfir sig í íslenskum vörum eins og lopapeysum, reyktum laxi og sælgæti. Á svæðinu er Optical studio, gleraugnaverslun, Fríhöfn-sport, Saga Boutique auk þess sem fjármálaþjónusta Landsbanka Íslands er mjög góð. Flugþjónustan sér um veitingasölu í brottfararsal og er notalegt að setjast niður og fá sér léttan málsverð áður en haldið er út í heim.

Við brottför
Innritunarborðum hefur nú verið fjölgað úr 20 í 25 sem gerir það kelift að hægt er að afgreiða fleiri farþega í einu og biðin styttist.
Bílastæðaþjónusta við flugstöðina hefur einnig aukist mjög. Farþegar geta geymt bíla sína á langtímastæðum við flugstöðina á meðan þeir spóka sig í útlöndum.

Við komu
Ólíkt öðrum Evrópulöndum er Fríhafnarverslun í komusal þar sem farþegar sem koma inn í landið geta verslað. Þetta gildir bæði fyrir þá farþega sem koma frá Schengen svæðum og utan Schengen farþega. Þá er einnig hægt að fá fjármálaþjónust og farþegar geta skipt peningum um leið og þeir koma úr tollskoðun. Flybus er með rútuferðir til og frá Reykjavík á öllum áætlanatímu flugvéla og er lagt af stað 45-50 mínútum eftir lendingu.

Farþegum fjölgar
Í október á síðasta ári var gengið frá sameiningu tveggja ríkisstofna í nýtt hlutafélag, Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. Þjónustan er margvísleg og fjölbreytt fyrir þá 1.5 milljón farþega sem eiga leið um Flugstöðina ár hvert. Farþegum fer fjölgandi og hefur fjölgunin verið meiri hér á landi en í flestum öðrum vestur-Evrópuríkjum. Það sem af er þessu ári hafa 5-6% fleiri farþegar lagt leið sína um flugstöðina en á síðasta ári, þó er annatíminn rétt að byrja.

Framtíðarhorfur
Að sögn Höskulds Ásgeirssonar, framkvæmdastjóra Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf eru miklar breytingar væntanlegar á Flugstöðinni. Ný suðurbygging verður tekin í notkun í áföngum í sumar og fram á næsta ár. Þar er gert ráð fyrir svæðum til útleigu fyrir verslanir, veitingastaðir og aðra þjónustu. Flustöðvar gegna nú stærri hlutverki en áður þegar megin hlutverk þeirra var að koma farþegum úr og í flugvélar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024