Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Meira en 30% vöxtur á hverju ári
Miðvikudagur 25. apríl 2007 kl. 15:22

Meira en 30% vöxtur á hverju ári

Velgengni og vöxtur Kaffitárs hefur verið nánast ævintýralegur frá því fyrirtækið hóf starfsemi fyrir um 17 árum. Alveg frá upphafi hefur vöxtur fyrirtækisins verið á bilinu 30-40% á hverju ári. Þriggja ára gamalt húsnæði Kaffitárs í Njarðvík er þegar orðið of þröngt og stendur til að byggja við. Að auki verða opnuð 2-3 ný kaffihús á næstu misserum. Á launaskrá fyrirtækisins eru rúmlega 100 starfsmenn en í upphafi var eigandinn, Aðalheiður Héðinsdóttir, eini starfsmaður fyrirtækisins og hafði hún sér til aðstoðar eina manneskju í hálfu starfi.

Um þetta má lesa nánar í áhugaverðu viðtali við Aðalheiði Héðinsdóttur í Víkurfréttum á morgun.

Mynd: Aðalheiður Héðinsdóttir (til hægri) ásamt Sonju Grant sem sér um þjálfun starfsfólks og gæðamál í Kaffitári. VF-mynd: elg







Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024