Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Meðal 50 bestu spa staða í heimi
Föstudagur 13. desember 2002 kl. 08:48

Meðal 50 bestu spa staða í heimi

Heilsulindin Bláa lónið er meðal 50 bestu spa staða í heimi samkvæmt lista breska tímaritsins Zest. Listinn er byggður á bók Suzanne Duckett "Spa Directory" sem mun koma út í janúar á næsta ári. Zest lýsir Bláa lóninu lýst sem framúrstefnulegu og utan þessa heims eins og framandi plánetu. Greinarhöfundur segir ennfremur að gestir megi ekki missa af nuddi í Bláa lóninu sem sé bæði slakandi og endurnærandi. Þá þykir Bláa lónið einnig vera hagkvæmur kostur.Um Spa skrána og höfundinn

Spa skráin inniheldur upplýsingar um áhugaverðustu spa staði í heimi og þær meðferðir sem í boði eru. Fjallað er um heilsulindir um allan heim allt frá Ástralíu til Íslands.

Suzanne Duckett er vel þekkt fjölmiðlakona sem hefur starfað við bæð prent- og ljósvakamiðla. Hún skrifa reglulega fyrir Vogue, Glamour, Zest, Elle og the Daily Mail. Hún hefur einnig komið fram í sjónvarpsþáttunum GMTV, this Morning og í þættinum ITV's star treatment sem sýndur er á Sky One, segir á vef Bláa lónsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024