Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Með fullkomna punktsuðuvél
Gunnar Ásgeirsson eigandi Bílnets og Jóhann Hermannsson, framkvæmdastjói Orku, umboðsaðila suðuvélarinnar.
Föstudagur 15. mars 2013 kl. 09:18

Með fullkomna punktsuðuvél

Bílnet í Reykjanesbæ er eitt af fyrstu verkstæðum á Íslandi til að fjárfesta í tæki til að standast kröfur bílaframleiðenda vegna viðgerða á nýrri tegundum bíla.

Bílasprautunar- og réttingarverkstæðið Bílnet fékk afhent í síðasta mánuði eina þá fullkomnustu punktsuðuvél sem bílaréttingarverkstæði þurfa að nota í dag.   Með tilkomu vélarinnar eru gæði viðgerða og réttinga á bílum aukin og geta staðist þær kröfur sem bílaframleiðendur eru farnir að gera í dag til réttingarvinnu,  en kröfurnar eru mismunandi eftir því hvaða stál er notað í framleiðsluna.  

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bygging bílanna og nýtt efnisval hjá bílaframleiðendum hefur gert það að verkum að verkstæði þurfa að nýta sér tæki og nýja þekkingu til að koma til móts við kröfurnar. Réttingarverkstæði eins og Bílnet,  þarf þá að framkvæma viðgerðir í samræmi við forskriftir framleiðanda fyrir hverja bíltegund því ef  viðgerð á bíl er röng eða rangur tækjakostur notaður getur það gert það að verkum að ökumaður ökutækis er í hættu eftir viðgerð.  Punktsuðuvélin er því lausnin, ásamt kunnáttu og þekkingu starfsmanna verkstæðisins.

Gunnar Ásgeirsson eigandi Bílnets bendir á að samfara þessu er gæðavottun sem slík mikilvægt verkfæri til þess að vinna sé stöðluð og fari fram samkvæmt kröfum framleiðanda. Bílnet hefur lagt mikla áherslu á gæði og vönduð vinnubrögð og er gæðavottað verkstæði. Gunnar er því að vonum  ánægður með að geta staðið undir væntingum og kröfum sem gerðar eru í viðgerðum í dag.