Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Matarkarfan lækkaði í Samkaup
Miðvikudagur 28. janúar 2009 kl. 12:49

Matarkarfan lækkaði í Samkaup



Í nýrri verðkönnun ASÍ kemur í ljós að vörukarfan hefur hækkað mikið á milli verðmælinga verðlagseftirlitsins nema í Samkaup-Úrvali og Nóatúni þar sem karfan lækkaði um 1-3%. Á sama tíma hækkaði vörukarfan um 5 – 13% í öllum verslunarkeðjum.  Tímabilið miðast við verðmælingar frá lokum október fram í miðjan janúar. 

Í Kaskó hækkaði vörukarfan minnst af lágvöruverðsverslunum eða um 4,9%.
Skýrist sú hækkun að mestu af hækkun á ávöxtum og grænmeti (15,3%), mjólkurvörum (14,8%), og brauði og kornvörum (8,7%).  Á móti lækkuðu kjötvörur um 6,2% í körfunni

Í Bónus hækkaði vörukarfan um 8,1% á milli verðmælinga, mjólkurvörur um 12,1% og sætindi um 13,5% en auk þess hækka drykkjarvörur um 12% og ýmsar matvörur um 11,2%.

Hækkanir á mjólkuvörum, ostum, grænmeti og ávöxtum eru áberandi miklar í öllum verslunum. Verð á vörukörfu ASÍ hækkaði að þessu sinni mest á milli mælinga í Krónunni um 12,7% og í 10-11 um 11,2%.

Nánari upplýsingar um verðkönnunina er hægt að nálgast á vef ASÍ hér.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024