Margrét Sanders til Strategíu
Margrét Sanders mun ganga til liðs við ráðgjafafyrirtækið Strategíu ehf. í mars. Margrét hefur á síðastliðnum sextán árum starfað sem eigandi og framkvæmdastjóri rekstrar hjá Deloitte. Njarðvíkingurinn Margrét er formaður Samtaka verslunar og þjónustu og situr einnig í framkvæmdastjórn og stjórn Samtaka atvinnulífsins. Auk þess er hún í stjórn Amerísk íslenska viðskiptaráðsins. Mbl.is greinir frá.
Margrét er með viðskiptafræði- og MBA gráðu frá WCU háskólanum í Norður Karólínu í Bandaríkjunum. Margrét lauk einnig háskólanámi frá KHÍ.
Margrét hefur sinnt ýmsum stjórnar- og trúnaðarstörfum í gegnum tíðina. Þar á meðal í stjórnum sjúkrahúsa og heilsugæslu. Hún sat í verkefnastjórn Auðar í krafti kvenna auk þess sem hún vann að flutningi grunnskólans til sveitarfélaga á suðvesturhorninu.
Strategía er sérhæft ráðgjafarfyrirtæki sem veitir ráðgjöf til fjárfesta, stjórna og æðstu stjórnenda fyrirtækja og stofnana.