Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Margrét Sanders til Strategíu
Þriðjudagur 9. febrúar 2016 kl. 09:58

Margrét Sanders til Strategíu

Mar­grét Sand­ers mun ganga til liðs við ráðgjafa­fyr­ir­tækið Strategíu ehf. í mars. Mar­grét hef­ur á síðastliðnum sex­tán árum starfað sem eig­andi og fram­kvæmda­stjóri rekstr­ar hjá Deloitte. Njarðvíkingurinn Mar­grét er formaður Sam­taka versl­un­ar og þjón­ustu og sit­ur einnig í fram­kvæmda­stjórn og stjórn Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. Auk þess er hún í stjórn Am­er­ísk ís­lenska viðskiptaráðsins. Mbl.is greinir frá. 

Mar­grét er með viðskipta­fræði- og MBA gráðu frá WCU há­skól­an­um í Norður Karólínu í Banda­ríkj­un­um. Mar­grét lauk einnig há­skóla­námi frá KHÍ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mar­grét hef­ur sinnt ýms­um stjórn­ar- og trúnaðar­störf­um í gegn­um tíðina. Þar á meðal í stjórn­um sjúkra­húsa og heilsu­gæslu. Hún sat í verk­efna­stjórn Auðar í krafti kvenna auk þess sem hún vann að flutn­ingi grunn­skól­ans til sveit­ar­fé­laga á suðvest­ur­horn­inu.

Strategía er sér­hæft ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæki sem veit­ir ráðgjöf til fjár­festa, stjórna og æðstu stjórn­enda fyr­ir­tækja og stofn­ana.