Magnús Geir Jónsson ráðinn þjónustustjóri hjá VÍS í Reykjanesbæ
Magnús Geir Jónsson hefur verið ráðinn sem þjónustustjóri hjá VÍS í Reykjanesbæ. Magnús útskrifaðist frá Háskólanum á Bifröst vorið 2002 sem viðskiptafræðingur. Hann starfaði sem fyrirtækjaráðgjafi hjá VÍS á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2001 til 2003. Eftir það hóf hann störf hjá VÍS í Keflavík sem staðgengill þjónustustjóra til ársins 2006. Frá 2006 til 2008 starfaði Magnús sem fjármálaráðgjafi í sölu- og markaðsdeild Landsbankans og svo sem sérfræðingur á viðskiptabankasviði Landsbankans frá 2009. Magnús hefur sinnt ráðgjafastörfum fyrir nýsköpunarfyrirtækið Remake-electric.
Magnús býr með Þórunni Jónsdóttur og eiga þau þrjú börn.