Maggi Jóns opnar bílasprautun
Nýtt fyrirtæki í bílasprautun opnaði fyrir helgi þegar Magnús Jónsson og Helga Guðmundsdóttir opnuðu Bílasprautun Magga Jóns við Iðavelli í Keflavík. Fyrirtækið er í nýju húsnæði og er vel búið tækjum. Opnunarhóf var haldið sl. föstudag og fjölmenntu gestir.Meðfylgjandi mynd var tekin inn í sprautuklefa fyrirtækisins þar sem m.a. má sjá sprautara frá Bílbót virða fyrir sér aðstæður.
Fleiri myndir í Víkurfréttum á fimmtudaginn.
Fleiri myndir í Víkurfréttum á fimmtudaginn.