Lyfta.is í nýju húsnæði
Lyfta.is hefur tekið í notkun nýjan 150m2 sýningarsal og söluskrifstofu að Njarðarbraut 3a í Reykjanesbæ. Lyfta.is fer með umboð fyrir Brenderup kerrur og rekur einnig lyftuleigu ásamt því að hafa til sölu plastglugga og hurðir.
Fyrirtækið er í eigu feðganna Guðbjarts Daníelssonar og Hjartar Guðbjartssonar og hafa móttökurnar verið hinar ágætustu að sögn Hjartar.
Á vefsíðu fyrirtækisins (www.lyfta.is) er hægt að fá ítarlegar upplýsingar um starfsemi fyrirtækisins og söluvarning.