Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Mánudagur 5. maí 2003 kl. 16:03

Lyf & heilsa kaupir Apótek Keflavíkur

Lyf & heilsa hefur fest kaup á Apóteki Keflavíkur. Með kaupunum styrkir Lyf & heilsa sig enn frekar í sessi sem leiðandi keðja í smásöluverslun með lyf og tengdar vörur. Þá er ljóst að með þessum kaupum mun hagkvæmni í rekstri aukast enn frekar og neytendur fá enn fjölbreyttara úrval en áður á hagkvæmu verði.Apótek Keflavíkur hóf starfsemi í febrúar árið 1951 og er þekkt fyrir sína persónulegu þjónustu, mikið úrval heimsþekktra snyrtivörumerkja og gott úrval heilsu- og hjúkrunarvara.

Samhliða rekstri apóteks Keflavíkur mun Lyf & heilsa reka lyfjaútibú frá apótekinu í Garði, Sandgerði og Vogum.

Um Lyf & heilsu:
Lyf & heilsa hf. er verslunar- og ráðgjafafyrirtæki sem leggur áherslu á þjónustu við viðskiptavini á öllum sviðum sem tengjast heilsu, heilbrigði og lífsgæðum. Í dag rekur Lyf & heilsa hf. 28 lyfjaverslanir undir vörumerkjunum Lyf & heilsa og Apótekarinn. Þar af eru 18 á höfuðborgarsvæðinu, 5 á Suðurlandi, 3 á Norðurlandi, 1 á Vesturlandi og 1 á Suðurnesjum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024