Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Lúxushótel Bláa Lónsins sankar að sér viðurkenningum
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 8. janúar 2020 kl. 13:46

Lúxushótel Bláa Lónsins sankar að sér viðurkenningum

Retreat lúxushótel Bláa Lónsins hefur sankað að sér viðurkenningum frá því það opnaði vorið 2018. Hótelið hefur  fengið á þriðja tug viðurkenninga eða útnefninga. Nýlega völdu lesendur National Georgraphic Traveller The Retreat besta hótel heims. Hótelið fékk verðlaunin í flokki áfangastaða.

National Geographic Traveller er eitt virtasta ferðatímarit í heimi, með milljónir lesenda og er gefið út í 20 löndum. Það er afsprengi National Georgrapic tímaritsins sem hefur komið út frá árinu 1888.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nánar um verðlaunin hér.

Sjónvarp Víkurfrétta heimsótti nýja lúxushótelið í ársbyrjun 2019. Hér er innslagið úr þeirri heimsókn. Sjón er sögu ríkari.