Loksins valinn einn af þremur bestu flugvallarbörum í heimi
Barinn Loksins í Flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli var nú í sumar tilnefndur einn af bestu flugstöðvarbörum heims. Frá þessu er greint á vefnum Turisti.is. Verðlaunin voru veitt á AirportFAB2016 hátíðinni í Genf. Flest atkvæði hlaut The Windmill á Stansted flugvelli en í 2. til 3. sæti voru Loksins og barinn á Birmingham flugvelli.