Loka örbylgjusendum Vodafone
Vodafone mun í dag loka endurvarpsstöðvum sem til þessa hafa dreift sjónvarpsútsendingum yfir örbylgju á Suðurnesjum. Í tilkynningu frá Vodafone segir að lokunin komi til vegna kröfu Póst- og fjarskiptastofnunar. Fólk sem sér stöðvarnar RÚV+ eða Hringbraut í gegnum Digital Ísland myndlykil þarf því að gera ráðstafanir. Í tilkynningunni segir jafnframt að Vodafone bendi fólki á Tölvulistann, Hafnargötu 90 í Reykjanesbæ, sími 414-1740. Tölvulistinn fer með umboð fyrir Vodafone. Einnig er að hægt að hafa samband með tölvupósti á [email protected], í gegnum netspjall eða í síma 1414.
Nánari upplýsingar um þjónustuleiðir og tengingar í boði má finna á vodafone.is/orbylgja.