Loftleiðir Icelandic fá nýja breiðþotu
Fyrsta Boeing 767-300ER breiðþota Loftleiða Icelandic, dótturfyrirtækis Flugleiða, kom til landsins í vikunni. Þetta er fyrsta breiðþota í flugflota Flugleiðasamstæðunnar síðan félagið rak þotu af gerðinni DC-10 í lok áttunda áratugarins. Vélin mun taka 247 farþega en tæknilega eru Boeing 767 mjög líkar þeim 4 Boeing 757 þotum sem Loftleiðir Icelandic hefur til umráða í dag og falla því vel að öðrum flugrekstri Icelandair, sem annast flugrekstur Loftleiða Icelandic líkt og allan annan flugrekstur innan Flugleiðasamstæðunnar. Breiðþotan verður fyrst í stað nýtt í verkefni fyrir portúglska flugfélagið Yes og mun annast flug milli Portúgals og ýmissa staða í Suður Ameríku, auk þess sem vélin verður notuð í beint flug milli Japans og Íslands n.k. haust.
Loftleiðir Icelandic hóf starfsemi þann 1. janúar 2002, og hefur milligöngu um leiguverkefni fyrir aðila í Evrópu og Norður-Ameríku með fjórum Boeing 757 flugvélum auk einnar Boeing 767-300 breiðþotu. Félagið er eitt 11 systurfyrirtækja í Flugleiðasamstæðunni.
Sigþór Einarsson, framkvæmdastjóri Flugleiða-leiguflugs, segir upphaf breiðþotureksturs gefa félaginu aukna möguleika í markaðssókn á næstu misserum. "Það er vissulega mikilvægt að geta boðið upp á aukna breidd í þjónustu," segir Sigþór. "Við höfum fengið góð viðbrögð við innkomu okkar á Boeing 767 markaðinn, og erum nú þegar í viðræðum við nokkra aðila um rekstur slíkra véla."
Vísir.is greinir frá.
Loftleiðir Icelandic hóf starfsemi þann 1. janúar 2002, og hefur milligöngu um leiguverkefni fyrir aðila í Evrópu og Norður-Ameríku með fjórum Boeing 757 flugvélum auk einnar Boeing 767-300 breiðþotu. Félagið er eitt 11 systurfyrirtækja í Flugleiðasamstæðunni.
Sigþór Einarsson, framkvæmdastjóri Flugleiða-leiguflugs, segir upphaf breiðþotureksturs gefa félaginu aukna möguleika í markaðssókn á næstu misserum. "Það er vissulega mikilvægt að geta boðið upp á aukna breidd í þjónustu," segir Sigþór. "Við höfum fengið góð viðbrögð við innkomu okkar á Boeing 767 markaðinn, og erum nú þegar í viðræðum við nokkra aðila um rekstur slíkra véla."
Vísir.is greinir frá.