Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Ljúka sumrinu á réttum tíma
Mánudagur 3. september 2012 kl. 10:02

Ljúka sumrinu á réttum tíma

Ferðir Iceland Express voru á áætlun í 99 prósent tilvika síðustu tvær vikur. Tafir á millilandaflugi voru litlar á tímabilinu. Frá þessu greinir Túristi.is

Stundvísi Icelandair, Iceland Express og WOW air hefur verið góð í sumar samkvæmt útreikningum Túrista. Allt annað er að sjá til Iceland Express nú en fyrir ári síðan þegar áætlanir þess riðluðust reglulega. Ferðir félagsins voru t.a.m. nær allar á réttum tíma síðastliðinn hálfan mánuð. Hjá WOW air komu og fóru vélarnar samkvæmt áætlun í 86 prósent tilvika og hjá Icelandair var hlutfallið 83% eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nærri 60 ferðir á dag

Eins og áður er mikill munur á umsvifum þessara þriggja fyrirtækja. Ferðir Icelandair til og frá Keflavík voru að jafnaði tæplega sextíu á dag sl. tvær vikur. Iceland Express stóð fyrir um níu ferðum á dag og WOW air sex.

Stundvísitölur Túrista, 16. til 31. ágúst (í sviga eru niðurstöður fyrri hluta ágúst).

16. - 31. ágúst.

Hlutfall brottfara á tíma Meðalseinkun brottfara Hlutfall koma á tíma Meðalseinkun koma Hlutfall ferða á tíma Meðalbið alls
Icelandair 86% (94%) 5 mín (2 mín) 83% (87%) 4 mín (3 mín) 83% (90%) 4 mín (2 mín)
Iceland Express 98% (91%) 0 mín (8 mín) 99% (89%) 0 mín (14 mín) 99% (90%)

0 mín (11 mín)

WOW air 91% (86%) 2 mín (17 mín) 81% (71%) 10 min (32 mín) 86% (79%) 6 mín (24 mín)

Um útreikningana: Daglega reiknar Túristi út hversu mikill munur er á áætluðum komu- og brottfaratímum og þeim tímasetningum sem gefnar eru upp fyrir lendingar og flugtak á heimasíðu Keflavíkurflugvallar. Þar sem seinkun um korter telst vera innan skekkjumarka í fluggeiranum þá eru fimmtán mínútur dregnar frá öllum seinkunum. Flug sem tefjast um minna en stundarfjórðung teljast vera á áætlun.