Lindex hefur opnað í Reykjanesbæ
Lindex hefur opnað nýja verslun í Reykjanesbæ. Verslunin er við aðalinngang verslunarmiðstöðvarinnar Krossmóa, mun bjóða allar þrjár meginvörulínur Lindex.
Lindex leggur mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð og virðingu fyrir því hvernig varan er framleidd og hefur fyrirtækið einsett sér að 80% framleiðslunnar verði framleidd með sjálfbærum og umhverfisvænum hætti fyrir árið 2020. Auk þess verður 100% af bómull fyrirtækisins framleidd með sjálfbærum hætti fyrir þann tíma.
Þess ber að geta að nýja verslunin verður byggð upp með nýrri innréttingahönnun Lindex sem leit dagsins ljós fyrst við opnun í London. Hönnunin byggir á björtu yfirbragði, ólíkum litbrigðum hvítra lita og svartra auk viðar sem gefur versluninni skandínavískt yfirbragð. Verslunin mun því veita viðskiptavinum innblástur og einstaklega hlýlegar móttökur sem á sér ekki hliðstæðu.
Verslunarmiðstöðin Krossmói var byggð árið 2008 og fjölþætt þjónusta er í húsinu sem hýsir m.a. verslun Nettó, Lyfju apótek og ÁTVR á Suðurnesjum. Húsið er um 10.000 m² og staðsett er í hjarta bæjarins.
Lindex rekur nú 5 verslanir á Íslandi-í Smáralind, tvær verslanir í Kringlunni, Glerártorgi á Akureyri og undirfataverslun á Laugavegi 7.
Myndirnar með fréttinni voru teknar þegar verslun Lindex opnaði í Krossmóa í hádeginu á laugardag. VF-myndir: Sólborg Guðbrandsdóttir