Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Lífeyrissjóðir kaupa í HS Orku
Mánudagur 13. febrúar 2012 kl. 14:33

Lífeyrissjóðir kaupa í HS Orku

Jarðvarmi slhf, félag 14 lífeyrissjóða sem nú á 25% hlut í HS Orku hf, hefur ákveðið að að auk hlut sinn í HS Orku í 33,4% í samræmi við ákvæði samnings félagsins frá 1. júní 2011 um kaup á hlut í HS Orku.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Hlutur Alterra Power, áður Magma Energy, í HS Orku lækkar samsvarandi úr 75% í 66,6%.


Til þess að þetta verði að veruleika mun Jarðvarmi kaupa ný hlutabréf í HS Orku að nafnvirði 878.205.943 krónurá genginu 5,35 krónur á hlut og er fjárfestingin um 4,7 milljarðar króna. Þetta verð er um 15,6% hærra en verðið í upphaflegu viðskiptunum þegar Jarðvarmi gerðist 25% hluthafi en þá greiddi Jarðvarmi 4,63 krónur fyrir hvern hlut.


HS Orka stefnir að því að þessir fjármunir verði nýttir sem eiginfjárframlag félagsins í stækkun Reykjanesvirkjunar úr 100 MW í 180 MW. Gert er ráð fyrir frágangi málsins fyrir lok febrúar, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar sem mbl.is greinir frá.