Lífeyrissjóðir auka hlut sinn í HS Orku

Viðræður hafa verið í gangi síðustu vikur á milli Fag­fjár­festa­sjóðsins ORK og Magma Energy Sweden AB um yfirtöku skuldabréfs sem félagið gaf út við kaup á hlut í HS Orku. Fag­fjár­festa­sjóður­inn ORK er í eigu líf­eyr­is­sjóða og annarra fjár­festa. Kaup­höll Íslands barst nýlega tilkynning um að Magma Energy Sweden AB og ORK eigi í samn­inga­við­ræðum um upp­gjör skulda­bréfs­ins, en loka­gjald­dagi þess er 16. júlí næst­kom­andi. Eignahlutur ORK gæti aukist um 12,7% ef af þessari yfirtöku verður.