Lífeyrissjóðir auka hlut sinn í HS Orku
Viðræður hafa verið í gangi síðustu vikur á milli Fagfjárfestasjóðsins ORK og Magma Energy Sweden AB um yfirtöku skuldabréfs sem félagið gaf út við kaup á hlut í HS Orku. Fagfjárfestasjóðurinn ORK er í eigu lífeyrissjóða og annarra fjárfesta. Kauphöll Íslands barst nýlega tilkynning um að Magma Energy Sweden AB og ORK eigi í samningaviðræðum um uppgjör skuldabréfsins, en lokagjalddagi þess er 16. júlí næstkomandi. Eignahlutur ORK gæti aukist um 12,7% ef af þessari yfirtöku verður.