Líf og markaðsfjör á Skansinum
Skansinn er markaðstorg í gamla Ramma-húsinu á Fitjum og er opinn alla laugardaga og sunnudaga frá kl. 12-18. Þar hefur verið mikið fjöl alla helgina og raunar síðustu helgar.
„Við erum með mikið úrval af alls kyns vörum eins og til dæmis fisk og kjötmeti frá Deplu. Þá eru tvær fatabúðir með nýjum vörum, glervörur frá Ársól í Garði og mikið úrval af prjónavörum ýmiskonar er til sölu hér, meðal annars frá Prjónastofu Katrínar ásamt fullt af notuðum en góðum fatnaði og vörum,“ sagði Karen Hilmarsdóttir, ein af þeim sem sér um Skansinn.
Einnig er kaffitería á staðnum sem býður upp á nýbakað bakkelsi, kaffi og gos.
„Það er opið allar helgar hjá okkur og ef þú vilt panta bás fyrir jólin þá er ekki seinna vænna að gera það strax því við erum að verða uppbókuð,“ segir Karen. Þeir sem vilja tryggja sér sölubás fá allar nánari upplýsingar í tölvupósti [email protected] eða í símum 849 3028 og 868 3225.
Ljósmyndin er tekin á Skansinum í gærdag. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson