Leyndarmálið í Fríhöfninni
Fríhöfnin hóf í morgun að selja snyrtivörur frá Victoria´s Secret, sem nú bætist í flóru þeirra heimsþekktu vörumerkja í snyrtivörum sem viðskiptavinir Fríhafnarinnar geta valið úr. Í tilefni dagsins bauð Fríhöfnin viðskiptavinum sínum upp á hressingu og ljúfa tónlist Ragneiðar Gröndal eldsnemma í morgun þegar hulunni var svipt af leyndarmálinu, þ.e. vöruhillum Victoria´s Secret í brottfararverslun Fríhafnarinnar.
Sjá myndaalbúm hér.