Lest milli Reykjavíkur og Keflavíkur ekki hagkvæm
Rekstur járnbrautar milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar er ekki talinn hagkvæmur að mati breska ráðgjafarfyrirtækisins AEA Technology Rail og verktakafyrirtækisins Ístaks hf. sem skilað hafa Orkuveitu Reykjavíkur og borgarverkfræðingi umbeðinni skýrslu í öðrum áfanga hagkvæmniathugunar á framkvæmdinni. Frá þessu er greint í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.Upphafskostnaður er metinn á rúma 33 milljarða króna en talið ljóst að tekjur af járnbrautinni muni „undir engum kringumstæðum“ mæta öllum kostnaði við hana. Munar þar 250 milljónum króna á ári. Þetta er önnur niðurstaða en sömu aðilar komust að í fyrsta áfanga hagkvæmniathugunar, sem kynnt var með skýrslu í október á síðasta ári. Þar var járnbraut talin standa undir rekstrarkostnaði og heildarkostnaður metinn 24–30 milljarðar króna en skýrsluhöfundar gáfu sér þá aðrar forsendur.
„Þótt bjartsýnisspá sé lögð til grundvallar er ljóst að tekjur af járnbrautinni muni undir engum kringumstæðum mæta öllum kostnaði við hana. Þess vegna virðist ekki rétt að ráðast í járnbrautarlagningu,“ segir m.a. í skýrslunni nú, sem Morgunblaðið hefur undir höndum.
Brautin myndi liggja frá flugstöð Leifs Eiríkssonar og meðfram núverandi Reykjanesbraut að Straumsvík. Þar sem reiknað er með vexti byggðar meðfram Reykjanesbraut hefur járnbrautin verið færð innar í landið. Er þetta meginbreyting á brautarlínu frá fyrsta áfanga hagkvæmniathugunar. Lagt er til að lestarstöðvar verði í Hvassahrauni (ef flugvöllur verður þar í framtíðinni), Kapelluhrauni og Smáralind og lestin fari í nokkur jarðgöng að endastöð við Reykjavíkurflugvöll. Þannig myndu göng t.d. liggja úr Fossvogsdal, gegnum Öskuhlíðina og gangaop yrði við rætur Öskjuhlíðar vestan við Perluna en norðan við Hótel Loftleiðir.
Upphafskostnaður er sem fyrr segir talinn vera rúmir 33 milljarðar króna. Stærstu liðirnir eru 11,2 milljarðar vegna mannvirkja og jarðvinnu, tæpir 7,5 milljarðar í járnbrautarteina og rúmir 6 milljarðar í sjálfar lestirnar. Skýrsluhöfundar gera ráð fyrir árlegum rekstrarkostnaði upp á 1.458 milljónir króna, þar af tæpum milljarði í viðhald og endurnýjun. Miðað er við tekjur upp á 1.208 milljónir króna þannig að árlega vantar 250 milljónir upp á að járnbrautin standi undir sér. Reiknað er með 1,4 milljónum farþega á ári.
Skýrslan var kynnt á fundi stjórnar Orkuveitunnar á föstudag og þar kom fram, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, að kostnaður við athugunina er kominn í um 16 milljónir króna.
„Þótt bjartsýnisspá sé lögð til grundvallar er ljóst að tekjur af járnbrautinni muni undir engum kringumstæðum mæta öllum kostnaði við hana. Þess vegna virðist ekki rétt að ráðast í járnbrautarlagningu,“ segir m.a. í skýrslunni nú, sem Morgunblaðið hefur undir höndum.
Brautin myndi liggja frá flugstöð Leifs Eiríkssonar og meðfram núverandi Reykjanesbraut að Straumsvík. Þar sem reiknað er með vexti byggðar meðfram Reykjanesbraut hefur járnbrautin verið færð innar í landið. Er þetta meginbreyting á brautarlínu frá fyrsta áfanga hagkvæmniathugunar. Lagt er til að lestarstöðvar verði í Hvassahrauni (ef flugvöllur verður þar í framtíðinni), Kapelluhrauni og Smáralind og lestin fari í nokkur jarðgöng að endastöð við Reykjavíkurflugvöll. Þannig myndu göng t.d. liggja úr Fossvogsdal, gegnum Öskuhlíðina og gangaop yrði við rætur Öskjuhlíðar vestan við Perluna en norðan við Hótel Loftleiðir.
Upphafskostnaður er sem fyrr segir talinn vera rúmir 33 milljarðar króna. Stærstu liðirnir eru 11,2 milljarðar vegna mannvirkja og jarðvinnu, tæpir 7,5 milljarðar í járnbrautarteina og rúmir 6 milljarðar í sjálfar lestirnar. Skýrsluhöfundar gera ráð fyrir árlegum rekstrarkostnaði upp á 1.458 milljónir króna, þar af tæpum milljarði í viðhald og endurnýjun. Miðað er við tekjur upp á 1.208 milljónir króna þannig að árlega vantar 250 milljónir upp á að járnbrautin standi undir sér. Reiknað er með 1,4 milljónum farþega á ári.
Skýrslan var kynnt á fundi stjórnar Orkuveitunnar á föstudag og þar kom fram, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, að kostnaður við athugunina er kominn í um 16 milljónir króna.