Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Lemon opnar í Keflavík
Jón Þór Gylfason fyrir framan Lemon við Hafnargötu 29 í Keflavík.
Föstudagur 28. ágúst 2015 kl. 09:29

Lemon opnar í Keflavík

Veitingastaðurinn Lemon opnar við Hafnargötu í Keflavík fyrir Ljósanótt. Ungur Keflvíkingur, Jón Þór Gylfason er eigandi staðarins en þetta er fyrsti staðurinn undir þessu nafni sem opnar utan Reykjavíkur en þar eru þeir þrír.

Að sögn Jóns Þórs býður Lemon upp á ferskan og safaríkan mat, matareiddan úr besta mögulega hráefni hverju sinni og hollusta er efst á listanum. „Við verðum með ferska djúsa, sælkerasamlokur og gott kaffi. Þá verðum við líka fersk á morgnana en þá munum við bjóða upp á magnaðan hafragraut til viðbótar við annað. Þá verður auðvitað tilvalið að koma hér snemma til að taka með sér alvöru kaffi í vinnnuna,“ sagði Jón Þór sem hefur unnið að opnun staðarins síðustu tvo mánuði.

Hann segir að það verði 30 til 40 sæti inni á staðnum en svo er mikil hefð fyrir „take away“ á Lemon, þ.e. að taka matinn með sér. Þá er einnig lagt mikið upp úr góðri þjónustu við fyrirtæki sem vilja panta mat, samlokubakka og djús. Á staðnum verður öflug tölvutenging fyrir þá sem vilja komast í þráðlaust wifi samband. Opið verður alla daga frá kl. 8 á morgnana til tíu á kvöldin og frá kl. 10 á morgnana um helgar.

Jón Þór er einnig eigandi Center skemmtistaðarins sem er í sama húsi en inngangur hans er að neðan en inngangur í Lemon er frá Hafnargötunni. Center er með opið föstudags- og laugardagskvöld frá miðnætti til fimm á morgnana. Þá hafa fyrirtækjahópar einnig sótt staðinn heim á öðrum tímum. Hljómsveitin Hjálmar mun leika á Center á föstudagskvöld á Ljósanótt. „Það verður gaman að geta boðið upp á eina vinsælustu hljómsveit Íslands undanfarin ár,“ sagði Jón Þór.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024