LEIFSSTÖÐ STÆKKUÐ UM 9500 FERMETRA
Tillaga dansk-íslensku arkitektarstofunnar Andersen og Sigurðsson um stækkun Leifsstöðvar hlaut náð fyrir augum Framkvæmdasýslu ríkisins og hefur þegar verið hafist handa við framkvæmdir. Heildarkostnaður við verkið, sem ljúka á vorið 2001, verður 2,5 milljarðar en flugvélastæðum mun fjölga úr 8 í 14 strax og síðar í 22. Viðbyggingin á að geta annað aukinni flugumferð og aukinni starfssemi vegna tilkomu Schengen samkomulagsins.