Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

„Leggjum ríka áherslu á að framleiðslan sé íslensk“
Sunnudagur 29. apríl 2018 kl. 07:00

„Leggjum ríka áherslu á að framleiðslan sé íslensk“

Fjölskyldufyrirtækið Urta Islandica flutti hluta af fyrirtækinu sínu til Reykjanesbæjar, nánar tiltekið á Básveginn í fyrra og hefur fyrirtækið verið starfrækt í Reykjanesbæ í ár. Húsnæði þess hefur verið tekið í gegn og loftið er meðal annars klætt Lerki frá Egilsstöðum og stemningin er notaleg og heimilisleg, við Básveg fer framleiðsla fram, ásamt því að vörunum er pakkað fyrir verslanir. Framleiðslan byrjaði í eldhúsi hjónanna Þóru Þórisdóttur og Sigurðar Magnússonar en fyrirtækið hefur blómstrað á síðustu árum og því má þakka af stórum hluta til ferðamannastraumnum sem kemur til Íslands.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Unnið við pökkun á söltum frá Irta Islandica.

Framleiða vörur úr íslenskum jurtum
Eins og áður hefur komið fram er Urta Islandica fjölskyldufyrirtæki en rík áhersla er lögð á það að framleiðslan sé íslensk. „Við framleiðum vörur úr íslenskum jurtum og berjum og við framleiðum jurtakrydd með Norðursalti þar sem íslenskum jurtum og berjum er blandað saman, svo erum við að gera jurtasýróp, sultur og jurtate, allt unnið úr íslensku hráefni“, segir Sigurður.

Úr verlsun Urta Islandica.

Fallegar og handhægar umbúðir
Saltið frá Urta Islandica hefur notið mikilla vinsælda, þó sérstaklega hjá ferðamönnum en Sigurður segir að vinsældir þess megi rekja hversu fallega sé búið um vöruna og að umbúðirnar séu einnig handhægar, sérstaklega þegar verið er að ferðast með þær. Íslenskar jurtir fá að njóta sín í vörum frá Urta Islandica og eru þær týndar vítt og breitt um landið. „Það eru ýmsir sem týna fyrir okkur og ég hugsa að við séum með um þrjátíu manns sem eru samtals að týna fyrir okkur. Við erum meðal annars með bláber í vörunum okkar og höfum fengið þau að norðan og vestfjörðum.“

Grunnurinn er íslenskt hráefni
Urta Islandica býður upp á svart kex sem er sjaldséð sjón en Frón sér um að baka það fyrir fyrirtækið. Í kexinu er meðal annars jurtir, salt frá Urta Islandica og reyna þau að nota sem mest af íslensku hráefni í kexið. Sigurður segir að grunnur framleiðslu þeirra sé íslenskt hráefni en það sé einnig mikilvægt að varan sé falleg. „Við höfum verið hér í Reykjanesbæ frá því í apríl/maí í fyrra en þá kom hluti af framleiðslunni, saltframleiðslan, hingað, við vorum þá enn með pökkunina okkar í Hafnarfirði en í haust var eiginlega allt komið hingað yfir.“ 

Svarta kexið frá Urta Islandica inniheldur meðal annars sölt frá fyrirtækinu.

Svart salt sem rokselst
Vörurnar frá Urta Islandica hafa notið mikilla vinsælda hjá ferðamönnum og eru söltin heillandi. „Vinsælasta varan okkar er án efa „Black lava“ saltið, ég held að útlitið á því heilli og svo eru það líka söltin sem innihalda íslenskar jurtir vinsælar og þær eru sérstaklega góðar á lambið og villibráðina.“

Verslun Urta Islandica í Reykjanesbæ er leyndur gimsteinn en Sigurður segir að það sé svolítið þeirra einkenni, að láta lítið fyrir sér fara í byrjun en hann vonast til þess að þau stækki út á við í framtíðinni. Hér má finna heimasíðu Urta Islandica.