„Legg mikla áherslu á að bjóða gott verð“
-segir Kristín Kristjánsdóttir eigandi Kóda.
„Hér er hægt að finna mikið úrval af skóm og stígvélum fyrir konur á frábæru verði. Kjólarnir hafa einnig verið vinsælir og þá eitthvað skart með í stíl,“ sagði Kristín en Kóda er staðsett á Hafnargötu 15 og hefur að geyma allt mögulegt handa konum. „Við leggjum mikið upp úr því að vera með bestu verðin.“
Kristín sagðist mjög ánægð með traffíkina síðust daga, þetta ætti bara eftir að aukast og ná hámarki um tíu dögum fyrir jól.