Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Fimmtudagur 29. apríl 1999 kl. 22:47

LÁNTAKA UPP Á 3.900.000 EVRUR

Fjármögnun Bláa Lónsins frágengin: Bláa Lónið ehf. gekk frá lánasamning vegna fjármögnunar á framkvæmdum við nýjan baðstað við Bláa Lónið sl. laugardag. Athöfnin fór fram í mótttökuhúsi H.S, Eldborginni, í Svartsengi. Heildarkostnaður baðstaðarins er 500 milljónir króna og er að hluta fjármagnaður með eigin fé en afgangurinn er fjármagnaður með fjölbankaláni að upphæð 3,9 milljón evrur eða um 300 milljónir króna. Að undirritun samninga loknum var viðstöddum boðið að skoða stöðu framkvæmda við hinn nýja baðstað.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024